Þegar húmar
Litla góða ljúfan mín
leikur sér er sólin skín.
En er húmar, húmar þá er kvöld

Mjúk er sængin, dýnan hlý
koddinn þinn þig kallar í
Nú er húmar, húmar nú er kvöld

Inní draumaland þú líður
inn í ævintýralönd
Morgundagurinn hann bíður
út við sjónarrönd

Svo er dagar, dagar fljótt
Draumalandið víkur skjótt
Senn er húmar, húmar þá er kvöld  
Aðalsteinn Stefánsson
1960 - ...
Ort fyrir sonardóttur, Alexöndru Mist
Samdi einnig lag við þennan texta


Ljóð eftir Aðalstein Stefánsson

Í sveit hjá mér
Þú gefur mér
Hvert liggur leið
Þú fylltir allt fegurð
Á jólanótt
Mamma
Liljan
Ég var fullur
Í gær
Þegar húmar
Einhvers staðar
Seint síðla nætur
Kærasta hugsun mín