Á jólanótt
Ég man á jólanótt, við börnin sváfum rótt
er úti heyrði ég óm
Ég út um gluggann sá, engla með bjarta brá
og díng óma klukkur í kring

Og þessi minning mín, ekki með árum dvín
hún fylgir mér enn í dag
Ef illa líður mér, heyri ég klukknager
og díng óma klukkur í kring

Þess eins ég óska þér, þú upplifir með mér
þegar á móti þér blæs
Að heyra englaróm, saman við klukknahljóm
og díng óma klukkur, og díng óma klukkur í kring  
Aðalsteinn Stefánsson
1960 - ...


Ljóð eftir Aðalstein Stefánsson

Í sveit hjá mér
Þú gefur mér
Hvert liggur leið
Þú fylltir allt fegurð
Á jólanótt
Mamma
Liljan
Ég var fullur
Í gær
Þegar húmar
Einhvers staðar
Seint síðla nætur
Kærasta hugsun mín