Hvert liggur leið
Uppá hæstu hæðir
held í hinsta sinn
Norðanvindur næðir
napur mér um kinn
Brotnar brýr að baki,
botni hef ég náð
Held að ég,
veit að ég,
eigi ekki fleiri ráð

Hvert sem að liggur leið,
hvert sem ég fer
Hvert sem ég flý í neyð…
ég aldrei slepp frá sjálfum mér

Var það mér að kenna,
var það allt mín sök?
Þessi sægur kvenna
hafði á mér tök
Víst var mér til vansa,
velja kunni ei
Held að ég,
veit að ég,
verð að læra að segja nei

Hvert sem að liggur leið,
hvert sem ég fer
Hvert sem ég flý í neyð…
ég aldrei slepp frá sjálfum mér

Upp á hæstu hæðir,
held í hinsta sinn
Norðanvindur næðir
napur mér um kinn
Þar í koti kona,
hvílu hlýja á
Held að ég,
veit að ég,
fari henni aldrei frá  
Aðalsteinn Stefánsson
1960 - ...


Ljóð eftir Aðalstein Stefánsson

Í sveit hjá mér
Þú gefur mér
Hvert liggur leið
Þú fylltir allt fegurð
Á jólanótt
Mamma
Liljan
Ég var fullur
Í gær
Þegar húmar
Einhvers staðar
Seint síðla nætur