Mamma
Mamma ég vil segja þér að alla mína æsku,
að gleði þína og gæsku,
ég geymi í hjarta mér.
Og þó ég ferðist allan heim og flakki vítt um lendur,
mamma, er heima best hjá þér
Ég veit þú situr stundum ein og lætur hugann reika,
um dreng sem var að leika
oft einn og dunda sér.
En þó hann hafi vaxið upp og orðið loks að manni
mamma, er hugur hans hjá þér
Þó finni þessi drengur þinn sér aðra hlýja arma
sem gefa yl og varma,
þá eitt hann alltaf sér.
Það eru bara stundarkorn í stað hins sanna svala
mamma, sem finn svo best hjá þér.
Nú snúast vindar, veður öll og heim ég fer að halda,
til Ísalandsins kalda
sem býr í beinum mér.
Þá veit að ég á traustan stað í faðmi minnar móður
mamma, kem heim og verð hjá þér
að gleði þína og gæsku,
ég geymi í hjarta mér.
Og þó ég ferðist allan heim og flakki vítt um lendur,
mamma, er heima best hjá þér
Ég veit þú situr stundum ein og lætur hugann reika,
um dreng sem var að leika
oft einn og dunda sér.
En þó hann hafi vaxið upp og orðið loks að manni
mamma, er hugur hans hjá þér
Þó finni þessi drengur þinn sér aðra hlýja arma
sem gefa yl og varma,
þá eitt hann alltaf sér.
Það eru bara stundarkorn í stað hins sanna svala
mamma, sem finn svo best hjá þér.
Nú snúast vindar, veður öll og heim ég fer að halda,
til Ísalandsins kalda
sem býr í beinum mér.
Þá veit að ég á traustan stað í faðmi minnar móður
mamma, kem heim og verð hjá þér