

Tunglið
Þessi skæri silfursteinn
sem fest hefir sig
í silki næturinnar
Hve mörg eru þau
leyndarmál sem á þér hvíla
svo þungt að gígar myndast
Tunglið
Fast í satíni óendanleikans
Hve mörg eru þau
augu sem á þér hvíla
svo þungt að ekkert líf
hjá þér þrífst
Tunglið
Fast í þögn geimsins
Hve margar eru þær
óskir sem á þér hvíla
svo þungt að þú
hverfist stundum
Enginn veit
Þessi skæri silfursteinn
sem fest hefir sig
í silki næturinnar
Hve mörg eru þau
leyndarmál sem á þér hvíla
svo þungt að gígar myndast
Tunglið
Fast í satíni óendanleikans
Hve mörg eru þau
augu sem á þér hvíla
svo þungt að ekkert líf
hjá þér þrífst
Tunglið
Fast í þögn geimsins
Hve margar eru þær
óskir sem á þér hvíla
svo þungt að þú
hverfist stundum
Enginn veit