Bæn
1.Sjá mig mikli andi
sjá mig sitja hér.
Sjá mig til þín biðja
sjá! Ég trúi þér.

2.Hvernig kemst ég undan
hvernig kemst ég hjá.
Hvernig má mér líða
hvernig fell ég frá.

3.Leyf mér læra meira
leyf mér skilja allt.
Leyf mér sjá og heyra
leyf mér reyna heitt og kalt.

4.Kenndu mér að lifa
kenndu mér að deyja.
Kenndu mér að tapa
kenndu mér stríð að heyja.

5.Má ég vera frá þér
má ég vera hér.
Má ég vera heima
má ég víkja undan þér.

6.Ég þrái lífið
ég þrái ást.
Ég þrái visku
ég vil ekki þjást.


7.Í dag vil ég lifa
í dag vil ég sjá.
Í dag vil ég læra
í dag vil ég fá.

8.Seinna vil ég koma
seinna þreytt ég verð.
Seinna mun ég skilja
seinna verð ég hjá þér.





 
Jóna Sólveig
1985 - ...


Ljóð eftir Jónu Sólveigu

Mistoria
Mánudagar
On the edge
Götustúlkan
Sakleysi
Blaut ást
Söknuður
Ást án tilgangs
Hugskeyti
Lengi, lengi, lengi…
Næturkyrrð
Brjálæðingurinn
Einmana
Á rósrauðu skýi (sem leysist upp)
Líf
Dagdraumar
Ég er kölluð Felskja
Engill
Ohh...
...
Draumsýn
Englar
Trúvilla
Haust
Tímaspursmál
Vonbrigði
Hrörnun
Klón Framtíðar
Nútíma fegurð
Bæn
Sól