Mistoria
Tunglið
Þessi skæri silfursteinn
sem fest hefir sig
í silki næturinnar
Hve mörg eru þau
leyndarmál sem á þér hvíla
svo þungt að gígar myndast

Tunglið
Fast í satíni óendanleikans
Hve mörg eru þau
augu sem á þér hvíla
svo þungt að ekkert líf
hjá þér þrífst

Tunglið
Fast í þögn geimsins
Hve margar eru þær
óskir sem á þér hvíla
svo þungt að þú
hverfist stundum

Enginn veit
 
Jóna Sólveig
1985 - ...


Ljóð eftir Jónu Sólveigu

Mistoria
Mánudagar
On the edge
Götustúlkan
Sakleysi
Blaut ást
Söknuður
Ást án tilgangs
Hugskeyti
Lengi, lengi, lengi…
Næturkyrrð
Brjálæðingurinn
Einmana
Á rósrauðu skýi (sem leysist upp)
Líf
Dagdraumar
Ég er kölluð Felskja
Engill
Ohh...
...
Draumsýn
Englar
Trúvilla
Haust
Tímaspursmál
Vonbrigði
Hrörnun
Klón Framtíðar
Nútíma fegurð
Bæn
Sól