Gjöf
Í tindrandi ljósadýrð morgunroðans
Sé ég daginn færa sig fram
-Fet fyrir fet-
fífillinn breiðir út blöðin sín, teygir sig skjálfandi af ákefð
og gleði mót nýjum degi.
Sólskríkjan situr á steini
Og syngur af öllum mætti
-lofandi Guð-
Þakklát af öllu hjarta
Og gleðin er stór
Fyrir enn einn töfrandi dag.
Hvert andartak dagsins
Skal notast sem gjöf
-til allra-
því tíminn er talinn og veginn
og skoðaður vel
og fyrr en við vitum, liðinn.