Blómið
Ég hjólaði hægt frá vinnunni heim
Eftir örlitlum stíg gegnum skóginn.
Stór voru trén og tjörnin svo lygn
Fuglarnir kepptust að búa sér hreiður
-Og sjá, -
mitt í öllu þessu sá eg ósjálegan runna
sem reyndi að þenja sig út milli trjánna
Greinarnar snérust og engdust í ofsa
af ákefð að vaxa sig stærri og meiri.
-Í ljósið að ná -
Þyrnarnir margir og smáir, þá hafa fáir
Eitraðar, yddaðar, örlitlar agnir
Já..............andstyggilegt...
Ég sá hann aðeins sem snöggvast,
og hjólaði framhjá...Ég stoppaði snöggt.
-Í glimti -.
hafði ég séð......................blóm?
Fjólublátt sem draumur á vornótt
Og hvítt sem fegursta mjöll.
Ég varð hrifin og heilluð,undraðist mikið.
Stóð þarna lengi, horfði á runnann
Og þótti hann ekki svo ljótur við nánari kynni.
-? Merkilegt -
að einn svona ósjálegur runni
ber skógarins fegursta blóm.
 
Jona Ryan
1955 - ...


Ljóð eftir Jonu Ryan

Gjöf
Ljóð eru...
Min bedstefar
Dagur kviknar.
Heimsókn um kvöld
Vi glemmer at lytte.
Heimþrá
Ljósið mitt
Ventetid
Kolrugluð ást.
Bestu skáldin
Jeg vil hjem
Sem betur fer
Vinnan mín og eldri borgarar
hjartasár
Du er den...
Blómið
Ef allt er dimmt..
Töfrandi nætur
Í draumi..
Einkennilegt..
Djúpin
Angist þín
Så...naiv
Nyt liv
Hálar brautir
Hrópandi sál
Frónar óður
Kaldhæðnin
Strönd minninganna
Þú sjálf
Eitt andartak
Gamle dage
Það er vaknað
Hafsins hugarheimur
Harpen er i himmelen
....og þó
han døde i går
Hvað skal velja...
smakkast illa..
lykillinn
Hvenær?
Hve fögur er nóttin....
Hækur.
Far vel veröld
Óskin...
Jólakveðja
ég veifaði hjartanu......
Þú