Blómið
Ég hjólaði hægt frá vinnunni heim
Eftir örlitlum stíg gegnum skóginn.
Stór voru trén og tjörnin svo lygn
Fuglarnir kepptust að búa sér hreiður
-Og sjá, -
mitt í öllu þessu sá eg ósjálegan runna
sem reyndi að þenja sig út milli trjánna
Greinarnar snérust og engdust í ofsa
af ákefð að vaxa sig stærri og meiri.
-Í ljósið að ná -
Þyrnarnir margir og smáir, þá hafa fáir
Eitraðar, yddaðar, örlitlar agnir
Já..............andstyggilegt...
Ég sá hann aðeins sem snöggvast,
og hjólaði framhjá...Ég stoppaði snöggt.
-Í glimti -.
hafði ég séð......................blóm?
Fjólublátt sem draumur á vornótt
Og hvítt sem fegursta mjöll.
Ég varð hrifin og heilluð,undraðist mikið.
Stóð þarna lengi, horfði á runnann
Og þótti hann ekki svo ljótur við nánari kynni.
-? Merkilegt -
að einn svona ósjálegur runni
ber skógarins fegursta blóm.
Eftir örlitlum stíg gegnum skóginn.
Stór voru trén og tjörnin svo lygn
Fuglarnir kepptust að búa sér hreiður
-Og sjá, -
mitt í öllu þessu sá eg ósjálegan runna
sem reyndi að þenja sig út milli trjánna
Greinarnar snérust og engdust í ofsa
af ákefð að vaxa sig stærri og meiri.
-Í ljósið að ná -
Þyrnarnir margir og smáir, þá hafa fáir
Eitraðar, yddaðar, örlitlar agnir
Já..............andstyggilegt...
Ég sá hann aðeins sem snöggvast,
og hjólaði framhjá...Ég stoppaði snöggt.
-Í glimti -.
hafði ég séð......................blóm?
Fjólublátt sem draumur á vornótt
Og hvítt sem fegursta mjöll.
Ég varð hrifin og heilluð,undraðist mikið.
Stóð þarna lengi, horfði á runnann
Og þótti hann ekki svo ljótur við nánari kynni.
-? Merkilegt -
að einn svona ósjálegur runni
ber skógarins fegursta blóm.