Frónar óður

...........Ég sé mig sitja
á móður jarðar skauti
ilmur hennar róar mig
endurnýjar sálartetur
leysir flækjuhnúta.
Sólin skín og vermir
Inn að hjartarótum
Alsæl er ég, á þessu andartaki.
Einstaka ský sem siglir
-Í bláma himins.
Andvarans blær sem snertir
Ljúflega hár mitt
Sindrandi vatn sem líður
niður hlíðina
hvíslandi til mín:
?hvenær kemurðu heim??
Fjöll islands gnæfa yfir
Staðfesti, styrk og trú
Krafturinn er þar
Sem hvergi annarstaðar
Island er land kyrrðar
Orku og þroska
-Landið mitt
Fuglarnir syngja gleðitóna
Þakkargjörð skaparans til
Ég er sem í draumi
Samtvinnuð öllu sem ER
- Gamla Frón
Hve lengi enn verð ég
Að láta mér nægja
að dreyma?

 
Jona Ryan
1955 - ...


Ljóð eftir Jonu Ryan

Gjöf
Ljóð eru...
Min bedstefar
Dagur kviknar.
Heimsókn um kvöld
Vi glemmer at lytte.
Heimþrá
Ljósið mitt
Ventetid
Kolrugluð ást.
Bestu skáldin
Jeg vil hjem
Sem betur fer
Vinnan mín og eldri borgarar
hjartasár
Du er den...
Blómið
Ef allt er dimmt..
Töfrandi nætur
Í draumi..
Einkennilegt..
Djúpin
Angist þín
Så...naiv
Nyt liv
Hálar brautir
Hrópandi sál
Frónar óður
Kaldhæðnin
Strönd minninganna
Þú sjálf
Eitt andartak
Gamle dage
Það er vaknað
Hafsins hugarheimur
Harpen er i himmelen
....og þó
han døde i går
Hvað skal velja...
smakkast illa..
lykillinn
Hvenær?
Hve fögur er nóttin....
Hækur.
Far vel veröld
Óskin...
Jólakveðja
ég veifaði hjartanu......
Þú