Frónar óður
...........Ég sé mig sitja
á móður jarðar skauti
ilmur hennar róar mig
endurnýjar sálartetur
leysir flækjuhnúta.
Sólin skín og vermir
Inn að hjartarótum
Alsæl er ég, á þessu andartaki.
Einstaka ský sem siglir
-Í bláma himins.
Andvarans blær sem snertir
Ljúflega hár mitt
Sindrandi vatn sem líður
niður hlíðina
hvíslandi til mín:
?hvenær kemurðu heim??
Fjöll islands gnæfa yfir
Staðfesti, styrk og trú
Krafturinn er þar
Sem hvergi annarstaðar
Island er land kyrrðar
Orku og þroska
-Landið mitt
Fuglarnir syngja gleðitóna
Þakkargjörð skaparans til
Ég er sem í draumi
Samtvinnuð öllu sem ER
- Gamla Frón
Hve lengi enn verð ég
Að láta mér nægja
að dreyma?