

í heysátunni er nál
í flatlendinu fjöll
í bálinu spíta
í blokkinni fólk
í göllunum kostir
í gríninu alvara
í manninum frumur
í óskipulaginu skipulag
í árinu dagar
í fólksfjöldanum einstaklingar
í mannmergðinni manneskjur
í efanum von
í myrkrinu skín ljós.
ljóð samið 31.07.03.