Þínar meiningar
Þú leiðir meiningu þína að þraut minni,
mjúklega hrífst ég af lífsgaldri þínum.
Eins og dauðaþreytu í taugum ég finni,
og skilji eilífðina loks í huga mínum.

Hann líður tíminn um æviminningar mínar,
einatt um langanir mínar þú dvelur.
Andartak gef ég voninni þjáningar þínar,
þínar meiningar og hleyp svo í felur.



 
Þorkell Arnar Egilsson
1967 - ...


Ljóð eftir Þorkel Arnar Egilson

Borgarbarn
Tárin þín
Fótatak
Óskalag
Minningin
þabbaraþa
Þínar meiningar
Eins og...
Trú
Skuldir
Blekkingin
Sannur þjónn
Beisk uppskera
Styrkur skilningsins
Guð guðanna