Dauði Baldurs.
Baldur hinn góða
dreymdi drauma stóra
að líf hans í hættu væri
því ótta í brjósti hann bæri.
Ásar þá báru saman ráð
svo ekkert yrði Baldri að bráð.
Fékk hann fyrir Fryggjar ráð
hjá öllum hlutum náð.
En hefði Frygg betur aðgáð
líf Baldurs eigi verið út máð.
Því hún ákvað einni plöntu að hlífa,
gleymdi Loka, þeim ósvífa
sem naut þess aðra að meiða,
illt til lykta að leiða.
Hann sér í konu líki brá,
að drepa Baldur var hans þrá.
Til Fryggjar fór á fund,
hún sagði eina plöntu mynda und
á Baldri.
Henni hefði hún hlíft við galdri.
Plantan sú er mistilteinn,
hvarf nú Loki ei svifaseinn,
sleit upp plöntu þá,
flýtti sér svo á stjá.
Æsir brugðu á leik
köstuðu að Baldri, þeim er engan sveik
hann hvort eð er ei myndi meiðast
svo hver og einn lét til leiðast.
Einn var sá,
er stóð hjá
blindur hann var
og vopn ei bar.
Höður var heiti þess manns,
Baldur bróðir hans.
Loki nú sá sér leik á borði
því Höður trúa myndi hans orði.
Loki mistiltein í hönd Höðurs setti
sem grunaði eigi hans pretti.
Að tilvísun Loka, Höður skaut,
líf síns bróður sundur braut.
Þetta þótti hin mesta þraut
er meðal manna og goða unnist hefur
reiði í Ásgarði nú undan grefur.
Mörg féllu tár
og uxu stærðar sár
ásum hjá
svo mikið mátti á sjá.
Af harmi Nanna sprakk og dó,
þá hátt Loki hló.
Út á Hringhorna,Baldurs skip
æsir færðu hvern hans grip,
konu, hann og hest með.
Enginn hafði nú gott geð.
Síðast var Draupnir á bál settur
bálköstur nú var mettur.
Frigg til Heljar, Hermóð sendi,
skapa hún vildi góðan endi,
Baldur sækja frá Heljar hendi.
Hel hann eigi vildi láta
nema hver hlutur í heimi myndi gráta.
Alls staðar nú æsir fóru,
flestir að syrgja sóru.
Tröllkonan Þökk ein nei sagði
og þannig Baldur áfram í Hel lagði.
Hún vildi ei gera þeim greiða
var þetta Loki sem illt vildi til leiða.
Hann í horni sínu hló
flúði á kaf í sjó.
Í lax sér hefur breytt
telur sér granda fái ei neitt.
En Þór og goðin hann fengu veitt,
líf hans þó ei deytt.
Hann nú í helli bundin bíður,
undan eitri í sár hans svíður
þar til að ragnarökum tíminn líður.
Sigyn mundlaug undir eitri heldur
er tæma þarf skál, hann verður skelfdur,
kippist til svo allt nötrar
binda hann járnfjötrar.
Þetta jarðskjálfti kallast
allavega að þeirri skýringu Snorri hallast.
endursögn á goðsögninni um dauða Baldurs úr Snorra Eddu. 06.10.2003