Til Li Li
I

Golan gælir við gulnað hár skógarins
vegalaus förumaður stendur í glugganum
og hugsar um blóð félaga sinna
seytla niður ræsið
á Torgi hins himneska friðar.

Kyrrð.

Þetta gulrauða lauf
þessi skilningsvana þögn
þessi kviki dauði.

II

Þegar ég heimsótti förumanninn í dag
lá honum útlegðin þungt á hjarta
og hann, Kínverjinn
gaf mér, Íslendingnum
pakka af rússneskum sígarettum
þar sem við ræddum málin í Stokkhólmi.

Alþjóðahyggjan lætur ekki að sér hæða.  
Pjetur Hafstein Lárusson
1952 - ...
Ljóð þetta er úr bókinni Innhöf, sem kom út hjá Fjölvaútgáfunni árið 1991.
Lí Lí er kínverskt útlagaskáld í Svíþjóð.


Ljóð eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Þannig er nú það
Hæka
Bréf til Pablo Neruda
Dauði Lí Pós
Áleiðis nótt
Til Li Li
Sigling
Til Jóns úr Vör
Café Norra Klara V
Á fjallinu græna
Á köldum steini
Hringjarinn í Betlehem
Tanka
Sigfús
Í Óseyrarfjöru
Að morgni
Ský dregur fyrir mána