Á fjallinu græna
Þú spyrð hví ég dvelji
á fjallinu græna;
með brosi ég þögull svara
því frjálst er mitt hjarta:
Sem blómknippi berst með straumnum
að ókunnum ósi,
eins er minn heimur -
handan seilingar þinnar.  
Pjetur Hafstein Lárusson
1952 - ...
Þetta er þýðing á ljóði eftir kínverska skáldið Lí Po, sem uppi var á áttundu öld. Ljóðið er úr nýútkominni þýðinarbók, AUSTAN MÁNA, ljóð frá Kína og Japan.


Ljóð eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Þannig er nú það
Hæka
Bréf til Pablo Neruda
Dauði Lí Pós
Áleiðis nótt
Til Li Li
Sigling
Til Jóns úr Vör
Café Norra Klara V
Á fjallinu græna
Á köldum steini
Hringjarinn í Betlehem
Tanka
Sigfús
Í Óseyrarfjöru
Að morgni
Ský dregur fyrir mána