

Þú spyrð hví ég dvelji
á fjallinu græna;
með brosi ég þögull svara
því frjálst er mitt hjarta:
Sem blómknippi berst með straumnum
að ókunnum ósi,
eins er minn heimur -
handan seilingar þinnar.
á fjallinu græna;
með brosi ég þögull svara
því frjálst er mitt hjarta:
Sem blómknippi berst með straumnum
að ókunnum ósi,
eins er minn heimur -
handan seilingar þinnar.
Þetta er þýðing á ljóði eftir kínverska skáldið Lí Po, sem uppi var á áttundu öld. Ljóðið er úr nýútkominni þýðinarbók, AUSTAN MÁNA, ljóð frá Kína og Japan.