Hve fögur er nóttin....
Það var um nótt, ég lá í laut við lygna tjörn,
og horfði upp í hvolfþak veraldar.
Tunglið óð í silfurskýjum, net úr svölum loga,
geislandi þráðum, fínni en silki.
Ólýsanleg þrá heltók mig.........
Dulin..kvalin þrá eftir sjörnubirtu,
fegurð sem vekur ólýsanlegan fögnuð.
- Dásemdir alheimsins. -
Slæðuþoka á siglingu sinni, útí fjarskann,
hvislandi sín hátignarlegu leyndarmál að þeim,
sem sigla á hafi geimsins.
Straumrás æðri vitundar,full af kærleik
hvislaði mjúkri stjörnubirtu í hjarta mitt.
Ég heyrði dulda músik stjarnanna.
Þá nótt, sem töfrasnerting, rak burt þoku sálar minnar
Sem undarlegt laðandi ljós, og dýrlegir litir.
Það hrærði sál mína og hinn kosmíski einmanaleiki.
- Hvarf inn í ljósið. -
og horfði upp í hvolfþak veraldar.
Tunglið óð í silfurskýjum, net úr svölum loga,
geislandi þráðum, fínni en silki.
Ólýsanleg þrá heltók mig.........
Dulin..kvalin þrá eftir sjörnubirtu,
fegurð sem vekur ólýsanlegan fögnuð.
- Dásemdir alheimsins. -
Slæðuþoka á siglingu sinni, útí fjarskann,
hvislandi sín hátignarlegu leyndarmál að þeim,
sem sigla á hafi geimsins.
Straumrás æðri vitundar,full af kærleik
hvislaði mjúkri stjörnubirtu í hjarta mitt.
Ég heyrði dulda músik stjarnanna.
Þá nótt, sem töfrasnerting, rak burt þoku sálar minnar
Sem undarlegt laðandi ljós, og dýrlegir litir.
Það hrærði sál mína og hinn kosmíski einmanaleiki.
- Hvarf inn í ljósið. -