Hjónaband
Hún er að gifta sig, og ég er boðinn í veisluna. Hafið þið nokkurn tíma heyrt aðra eins ósvífni?
En þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu.
Heiðruðu brúðhjón!
Ég get ekki talað af eigin reynd, og verð því að styðjast við reynslu annarra. Og þá er ekki í kot vísað, þar sem eru vorir ágætu forfeður.
Kóngur er í herferð, og stjúpan lokkar kóngssoninn út í veglausan skóg. Þau koma í rjóður, og í rjóðrinu er kista. Á botni hennar glampar og gljáir forkunnarfagur hringur. Kóngssonurinn ágirnist hringinn, og hver láir honum það?
Stjúpan kinkar kolli.
Velkomið, ef þú nennir að ná honum.
Kóngssonurinn teygir sig, en kistan dýpkar. Kóngssonurinn teygir sig.
Stjúpan hrindir honum á höfuðið, og skellir kistunni í lás.
Og þarna má kóngssonurinn dúsa.
En hringurinn?
Það getur verið, að hann sé úr gulli, en oftast er hann ekki gull, þó að hann seljist sem gull.
En það getur verið, að hann sé úr gulli.
Ég þori ekki að fortaka það.
En þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu.
Heiðruðu brúðhjón!
Ég get ekki talað af eigin reynd, og verð því að styðjast við reynslu annarra. Og þá er ekki í kot vísað, þar sem eru vorir ágætu forfeður.
Kóngur er í herferð, og stjúpan lokkar kóngssoninn út í veglausan skóg. Þau koma í rjóður, og í rjóðrinu er kista. Á botni hennar glampar og gljáir forkunnarfagur hringur. Kóngssonurinn ágirnist hringinn, og hver láir honum það?
Stjúpan kinkar kolli.
Velkomið, ef þú nennir að ná honum.
Kóngssonurinn teygir sig, en kistan dýpkar. Kóngssonurinn teygir sig.
Stjúpan hrindir honum á höfuðið, og skellir kistunni í lás.
Og þarna má kóngssonurinn dúsa.
En hringurinn?
Það getur verið, að hann sé úr gulli, en oftast er hann ekki gull, þó að hann seljist sem gull.
En það getur verið, að hann sé úr gulli.
Ég þori ekki að fortaka það.