Promeþevs I
Stormur og illviðri, skógarnir nötra. Flóðgáttir himinsins eru allar opnar. Þrumur og eldingar öðru hvoru.
Í litlu rjóðri liggja menn, konur og börn í einni kös. Mennirnir yst, börnin innst. Öll eru þau klædd í skinn, en skjálfa þó af kulda.
Mennirnir halda um óhöggna viðarlurka og skima í allar áttir með angist og árvekni. Úti í skóginum ýlfra úlfar.
Þetta eru náttúrunnar börn, glöð þegar nóg er að éta og sólin skín, hrædd og hnípin þegar myrkur og kuldi setjast að völdum.
Sálir þeirra eru auðar og tómar, en stundum kasta þeir sér þó til jarðar í ótta og lotningu fyrir leyndardóminum mikla.
Maður kemur inn í rjóðrið. Hann heldur á logandi kyndli. Fjöldinn rís upp og undrast.
Maðurinn hefur upp kyndilinn. Sigurbros leikur um varir hans. Hann storkar guðunum.
Himneski harðstjóri, hrópar hann. Sjá, ég heg hrifsað vopnið úr höndum þér. Þig höfum við tilbeðið. Þér höfum við lotið. Eigðu nú sjálfur þína himna. Ég er konungur jarðarinnar.
En þegar hann mælir þetta, kemur elding af himnum ofan, og lýstur manninn til bana.
Í litlu rjóðri liggja menn, konur og börn í einni kös. Mennirnir yst, börnin innst. Öll eru þau klædd í skinn, en skjálfa þó af kulda.
Mennirnir halda um óhöggna viðarlurka og skima í allar áttir með angist og árvekni. Úti í skóginum ýlfra úlfar.
Þetta eru náttúrunnar börn, glöð þegar nóg er að éta og sólin skín, hrædd og hnípin þegar myrkur og kuldi setjast að völdum.
Sálir þeirra eru auðar og tómar, en stundum kasta þeir sér þó til jarðar í ótta og lotningu fyrir leyndardóminum mikla.
Maður kemur inn í rjóðrið. Hann heldur á logandi kyndli. Fjöldinn rís upp og undrast.
Maðurinn hefur upp kyndilinn. Sigurbros leikur um varir hans. Hann storkar guðunum.
Himneski harðstjóri, hrópar hann. Sjá, ég heg hrifsað vopnið úr höndum þér. Þig höfum við tilbeðið. Þér höfum við lotið. Eigðu nú sjálfur þína himna. Ég er konungur jarðarinnar.
En þegar hann mælir þetta, kemur elding af himnum ofan, og lýstur manninn til bana.