Promeþevs bundinn II
Uppi í Kákasusfjöllum liggur Promeþevs í fjötrum.
Mennirnir beisla náttúruöflin, og verða þeim undirgefnir.
Mennirnir smíða vélar og stjórna þeim. Sjálfir eru þeir vélar, sem þeir kunna ekki að stjórna.
Mennirnir eigna sér alla hluti. Sjálfa sig eiga þeir ekki.
Mennirnir krjúpa á kné og hugsa um jarðnesk og himnesk hlutabréf. Þetta er þeim leyndardómurinn mikli.
Mennirnir opna gnægtabúr náttúrunnar. Hún ofmettar líkama þeirra, ástríður og skynsemi. En sálir þeirra svelta.
Mennirnir eignuðust eldinn. En allt, sem eldurinn hefur skapað, er orðið að hlekkjum.
Mennirnir beisla náttúruöflin, og verða þeim undirgefnir.
Mennirnir smíða vélar og stjórna þeim. Sjálfir eru þeir vélar, sem þeir kunna ekki að stjórna.
Mennirnir eigna sér alla hluti. Sjálfa sig eiga þeir ekki.
Mennirnir krjúpa á kné og hugsa um jarðnesk og himnesk hlutabréf. Þetta er þeim leyndardómurinn mikli.
Mennirnir opna gnægtabúr náttúrunnar. Hún ofmettar líkama þeirra, ástríður og skynsemi. En sálir þeirra svelta.
Mennirnir eignuðust eldinn. En allt, sem eldurinn hefur skapað, er orðið að hlekkjum.