Bakkusarbæn
hlífðu mér við sannleikanum
firrtu mig ábyrgð
leyfðu mér að lifa
eitt andartak
í eigin óskhyggju.
aftengdu raunveruleikann
frá blæðandi tilfinningum
þess hjarta sem aðeins vill gleyma.
gefðu mér nýtt upphaf
auðan pappír
i myndasögu lífs míns
málaðu á hann nýjan dag,
sól, regnboga og fugla
sem syngja um frelsið
málaðu mig fyrir miðju
brosandi
lausa úr viðjum einmanaleikans.

ég,
á landamærum firringar og veruleika,
finn er þú sleppir takinu
og ég bið Guð í örvæntingu
að taka frá mér hræðsluna, óttann
sársaukann og kvíðann
áður en þú breytist í þinku
eða móral
því ég vil ekki vera
húsgagn í helvíti.
 
M. E. Laxdal
1974 - ...


Ljóð eftir M. E. Laxdal

óvitar
So many days
Bakkusarbæn
minning
Sonur
Kossinn
Leikur að stafrófi
Egoism
Ráðvilltur
Óskabrunnurinn
Hugleiðing
Tíminn
Ferðamenn ástarinnar
Nótt
Spurn
sorg
feluleikur
paradís ?
gildran
Man , I´m tired
til rósu
Kolbeinn Rökkvi
Ég um þig frá mér til þín
lítil vísa um lítinn mann