Ráðvilltur
Þú saknar ekki þess
sem þú hefur ekki kynnst
það sem þú þekkir ekki
getur ekki sært þig
þú tekur alltaf fyrst eftir því
sem þú átt ekki en samt
er það aðeins það sem þú hefur
sem getur gert þig hamingjusaman
þú hatar ef til vill það
sem þú áttir en misstir
en elskar það sem er ekki
en gæti orðið
þú óskar þess að vera annarsstaðar
því þú nýtur ekki augnabliksins
og ef þú verður ástfanginn
þá er það af manneskju
sem hefur til að bera allt það
sem þú óskar sjálfum þér til handa
því þú ert og verður egóisti
sem siglir fleyi sínu
á öldum óöryggis,
nýtur byrs sjálfsánægjunnar
og kompás þinn er álit annarra  
M. E. Laxdal
1974 - ...


Ljóð eftir M. E. Laxdal

óvitar
So many days
Bakkusarbæn
minning
Sonur
Kossinn
Leikur að stafrófi
Egoism
Ráðvilltur
Óskabrunnurinn
Hugleiðing
Tíminn
Ferðamenn ástarinnar
Nótt
Spurn
sorg
feluleikur
paradís ?
gildran
Man , I´m tired
til rósu
Kolbeinn Rökkvi
Ég um þig frá mér til þín
lítil vísa um lítinn mann