Tíminn
Tími -
að láta vatnsyfirborð jarðar
renna í gegnum dropateljara
halda bókhald
og gefast ekki upp
við talninguna
fara með töluna í bankann
byrja upp á nýtt
tímann
í gegnum dropateljara
lifa síðan töluna
vikurnar, árin
án þess að fá í bakið
eða sofna
í miðju verki
að láta vatnsyfirborð jarðar
renna í gegnum dropateljara
halda bókhald
og gefast ekki upp
við talninguna
fara með töluna í bankann
byrja upp á nýtt
tímann
í gegnum dropateljara
lifa síðan töluna
vikurnar, árin
án þess að fá í bakið
eða sofna
í miðju verki