Sigfús
Þig dreymdi þá
eftir allt saman.
Og áttir þér jafnvel dagdrauma
þótt þú færir dult með þá
eins og hæfði þeirri kaldhæðni
sem þér var tamt að sveipa þig
viðkvæmninnar vegna.

(Komst enda til manns
fyrir daga "mjúka mannsins"
eða ætti ég heldur að segja
"slepjumannsins"?)

En sem sagt,
þig dreymdi þó að minnsta kosti
þá kumpána Laxness og Jón Helgason
og þrátt fyrir allt er ég þess fullviss
að þig dreymdi líka um betri heim

þótt svona færi.  
Pjetur Hafstein Lárusson
1952 - ...
Ljóð þetta er ort eftir lestur nafnlausra prósaljóða á bls. 29 og 30 í bók Sigfúsar Daðasonar, Og hugleiða steina.


Ljóð eftir Pjetur Hafstein Lárusson

Þannig er nú það
Hæka
Bréf til Pablo Neruda
Dauði Lí Pós
Áleiðis nótt
Til Li Li
Sigling
Til Jóns úr Vör
Café Norra Klara V
Á fjallinu græna
Á köldum steini
Hringjarinn í Betlehem
Tanka
Sigfús
Í Óseyrarfjöru
Að morgni
Ský dregur fyrir mána