annar júlí nítjánhundruðníutíuogsex
ég er ein heima og síminn hringir
svara
grátandi rödd
ég átta mig ekki alveg
hringi í mömmu
nei, þetta er ekki raunverulegt

brún leðursæti og vond lykt
ég heyri í sjúkrabílnum
endalaus bið
ljósin blikka og allt snýst
hvert fer ég núna?

hún kemur í hvítum búning og segir
að það sé allt í lagi að gráta
ég get ekki grátið
allt er frosið

hún liggur grafkyrr
snúrur og tæki
píp..píp..píp.. ógeðslegt hljóð dauðans
"hún lifir ekki nóttina"
hún berst og opnar augun þrem vikum seinna

ég grét aðeins einu sinni
allt er breytt
ég er ekki til
ég er gleymd og er alltaf ein
örbylgjuofn og tilbúinn matur

af hverju við aftur?  
arna
1981 - ...
samið í okt. 2001


Ljóð eftir örnu

söknuður
án titils
án titils
án titils
án titils
annar júlí nítjánhundruðníutíuogsex
fyrstu og síðustu skrefin mín
án titils
Það haustar
án titils
Smá hugleiðing á septemberkvöldi