Kvalir Krists.
Konungur kvaldist á krossi
í stað þess að hampa sínu hnossi.
Konungur eilífðarinnar stunginn sárum
öllu því er við áður bárum
Hann sem heimurinn hafði hafnað
þótt himneskum konungdómi væri ánafnað
saklaus með sekum dó
þar fólkið til hans sló
himinsins dýrmætasta hnoss
neglt á kross
á krossi leið
dauðans beið
í sárin sveið
og líkamsörin
nöfn vor rist í naglaförin.
Hann var fyrir þig á krossi látinn kafna
ég skil ei hvers vegna menn honum vilja hafna.
Konungur alls kaus sér enga björg að veita
til að rísa upp og frelsi frá dauða mönnum veita.
Fara og sækja lykla heljar
drepinn á hæð sem kennd er við hauskúpu skeljar.
Lyklar vítis brott numdir
sveið í hans undir.
Fórnaði sér fyrir fólkið
svo það hefði kost á að verða hólpið.
Mínar syndir og sár
öll mín tár
á hann lögð
deyddur fyrir Júdasar brögð.
Enginn honum til bjargar gerði neitt
hans líf deytt
ekkert er saklausara og af meiri kærleik fyllt
hann dó því hjarta mannanna er svo spillt
húðstríktur,smáður,hæddur
til dauða dæmdur.
Hann dó fyrir sjúkdóma, syndir og sár á hjarta
til að koma með nýja byrjun og framtíð bjarta.
Hann sem var af öllum bestur
dó dauðdaga þeim er þykir allra verstur
Hann gat sér bjargað, en var trúr köllun sinni
til að geta bjargað sálu þinni og minni
Þótt jarðneskan líkama þeir hafi deytt
var líf hans aldrei eytt.
Flestir vita að hann var til
en að hann lifi fáir á því kunna skil
enginn getur vitað það nema hann leyfi sér að trúa
þá mun hann í hjarta hans búa
það er ekki allt sem með fræðiritum er hægt að sanna
menn reyna margt að kanna
hvernig hann snertir við fólki enn í dag
hvernig hann svo oft kippir öllu í lag
hvers vegna ef þetta væri bara saga
hefur hún lifað svo lengi og er enn fólk að sér að draga
það er ekki allt sem við getum skilið til fulls
en sumt er þó meira vert en virði dýrasta gulls
hann þröngvar sér ekki upp á neinn
ákvörðunina tekur þú einn
ekki verða of seinn
hann engan brott rekur
öllum opnum örmum tekur
en það þarf þó að velja í þessu lífi hér
”hverju hefurðu að tapa ef fylgir mér?”
hann þig spyr hvern dag
vill einungis bæta þinn hag.  
Aurora Borealis
1986 - ...
samið aðfaranótt páskadags 2003.


Ljóð eftir Auroru Borealis

Tilgangur lífsins
Einmanna
Orð
Ekki gefast upp.
Ekki láta það verða of seint .
Gleðin
Einmanna!
Til heimsins.
Hafið
Stríð.
Lífið er betra en þú heldur!
Samskipti.
Gleðin og sorgin.
Vonin, draumurinn og einhvern tíma.
Vinir
Gildi sannleikans.
Að taka tillit.
Nei
Bæn.
Tilgangur jólanna.
Svarið.
Góðar gjafir.
Ebenezer Scrooge.
Frelsarinn.
Vinarbréf.
þjóðerni.
Tilgangur páskanna.
Betra hinum megin.
sjálfstæð?
ef vel er að gáð.
Daglegt líf.
Uppgjöf.
þau
Bíltúrinn.
Þú ert.
Dauði Baldurs.
Heimurinn í dag.
Brotin ást
ástarsorg
Kvalir Krists.
ég sakna þín.
Hundsbit.
Njálsbrenna.
Lestarstöðin
lífið
dagatal
vor
ljóð
vélmennið gleypir ljóðin mín.
Rósin
ástfangin
Baldursbrár.
Tíminn.
Fegurð
samloka með skinku og osti
ástin.
ofurástin.
Frosin bein.
Til Frelsarans.
elskan
tveir vinir, tvær leiðir.
hringrás
skilningurinn
frostrós
flugeldar
toi, konan og hin
skákborðið

leikarinn
svörtu svanirnir
þokan
meðvirknin og mótvindurinn
geðklofinn
flækja
elska þig en elska líka mjólk
læðan
týnd
luktu augun
gamlir vinir
stríð
Gleym mér ei
bekkirnir
Angist hjartans
einbeitingarskortur
Ég er fuglinn
Ein ég
Andstæðan
Blómið
vængjalaus veruleikinn