Lestarstöðin
Lífinu er líkt við lestarstöð
þar sem margir standa í röð
eftir réttu lestinni bíða,
þurfa kalli sínu að hlýða.

Lestarferðin líður fljótt
því fyrr en varir hún endar skjótt
í lestina er sífellt fólk að koma og fara
margur gleymist í öllum þeim skara.

Á lestarstöðinni er alltaf eitthvað að gerast
engar fréttir af því berast
ef einhver fer við lífð á mis
þar er alltaf ys og þys.

Ferðin er stutt með lífsins lest
nýr tekur sætið og sest,
komist einhver á endastöð.
Alltaf bætast fleiri í þessa löngu röð.

Leiðin liggur ekki í gegnum lystigarð
fer í gegnum örmjótt skarð
leiðin er hlykkjótt
og skrykkjótt.

Á leiðinni er margt hægt að gera
og margt einnig hægt að vera
en sumir eru alltaf að kvíða og bíða
því erfiðleika marga er við að stríða.

Ef þú heldur þér fast
kemstu brátt í sætið sem í sast
minni hætta er á að þú dettir
margir hrasa og illa eru settir.

En ef þú skyldir falla
skaltu á hjálp kalla.
Reyna að standa á fætur
og hafa á þér gætur.

Í þessari lestarferð
þú tilfinningar til einhvers berð
því er erfitt að ferðast ein
vonar að lestarleiðin ykkar liggi um sporin bein.

Ert í allri mannþvögunni
þá þú mannst að allt endar á endastöðinni.
vilt sitja eftir í einhvers minni
Það virðist sem þú gleymist
en að baki grímum grátur geymist
allir einhvers innst inni sakna
óttast að eiga sjálfir ekki eftir að vakna.

Það fylgir þessari lestarför
að hafa brost á vör
einnig gleði og hlátur
gnístan tanna og grátur.


 
Aurora Borealis
1986 - ...
myndræn tjáning um leiðir lífsins síðan ég var þrettán ára.


ljóð samið 20.03.00.


Ljóð eftir Auroru Borealis

Tilgangur lífsins
Einmanna
Orð
Ekki gefast upp.
Ekki láta það verða of seint .
Gleðin
Einmanna!
Til heimsins.
Hafið
Stríð.
Lífið er betra en þú heldur!
Samskipti.
Gleðin og sorgin.
Vonin, draumurinn og einhvern tíma.
Vinir
Gildi sannleikans.
Að taka tillit.
Nei
Bæn.
Tilgangur jólanna.
Svarið.
Góðar gjafir.
Ebenezer Scrooge.
Frelsarinn.
Vinarbréf.
þjóðerni.
Tilgangur páskanna.
Betra hinum megin.
sjálfstæð?
ef vel er að gáð.
Daglegt líf.
Uppgjöf.
þau
Bíltúrinn.
Þú ert.
Dauði Baldurs.
Heimurinn í dag.
Brotin ást
ástarsorg
Kvalir Krists.
ég sakna þín.
Hundsbit.
Njálsbrenna.
Lestarstöðin
lífið
dagatal
vor
ljóð
vélmennið gleypir ljóðin mín.
Rósin
ástfangin
Baldursbrár.
Tíminn.
Fegurð
samloka með skinku og osti
ástin.
ofurástin.
Frosin bein.
Til Frelsarans.
elskan
tveir vinir, tvær leiðir.
hringrás
skilningurinn
frostrós
flugeldar
toi, konan og hin
skákborðið

leikarinn
svörtu svanirnir
þokan
meðvirknin og mótvindurinn
geðklofinn
flækja
elska þig en elska líka mjólk
læðan
týnd
luktu augun
gamlir vinir
stríð
Gleym mér ei
bekkirnir
Angist hjartans
einbeitingarskortur
Ég er fuglinn
Ein ég
Andstæðan
Blómið
vængjalaus veruleikinn