dagatal
dagurinn í dag er

slyngur maður með fima fingur sem
spilar lag úr lífi mínu

ég dansa með

dagurinn í gær var

fúll fauti sem klístraði saman í möppu myndum
úr minningum lífs míns

ég föndraði með

dagurinn á morgunn er

Julie Andrews sem syngur
lífið mitt í söngleik

ég mun syngja með

sunnudagurinn er

prestur sem boðar ást og frið
á vígvöllum veraldarinnar

ég boða með

mánudagurinn í hinni vikunni er

mæddur maður sem horfir á sápuóperur
með tárin í augunum

ég tárast með

þriðjudagurinn þar á eftir er

þreytt kona sem málar myndir
í litum lífsins

ég mála með

miðvikudagurinn er

mikill maður sem stjórnar sinfóníum
í tónum ástarinnar

ég læt stjórnast

fimmtudagurinn er

lífsreyndur leikstjóri sem leikstýrir leikurum
í ólíkustu hlutverkum

ég leik með

föstudagurinn er

ljóðskáld sem yrkir um atburði
líðandi stundar

ég yrki með

laugardagurinn er

loftbelgur sem svífur
á vit ævintýra

ég svíf með


framtíðin er

rithöfundur með margar hugmyndir sem ritast í
útkrotaðar og óskrifaðar bækur

ég rita með

dagar lífs míns eru

jafn misjafnir
og fjöldi jarðarbúa

ég lifi með

lífið mitt er
lottó

ég spila með.
 
Aurora Borealis
1986 - ...
02.05.2004


Ljóð eftir Auroru Borealis

Tilgangur lífsins
Einmanna
Orð
Ekki gefast upp.
Ekki láta það verða of seint .
Gleðin
Einmanna!
Til heimsins.
Hafið
Stríð.
Lífið er betra en þú heldur!
Samskipti.
Gleðin og sorgin.
Vonin, draumurinn og einhvern tíma.
Vinir
Gildi sannleikans.
Að taka tillit.
Nei
Bæn.
Tilgangur jólanna.
Svarið.
Góðar gjafir.
Ebenezer Scrooge.
Frelsarinn.
Vinarbréf.
þjóðerni.
Tilgangur páskanna.
Betra hinum megin.
sjálfstæð?
ef vel er að gáð.
Daglegt líf.
Uppgjöf.
þau
Bíltúrinn.
Þú ert.
Dauði Baldurs.
Heimurinn í dag.
Brotin ást
ástarsorg
Kvalir Krists.
ég sakna þín.
Hundsbit.
Njálsbrenna.
Lestarstöðin
lífið
dagatal
vor
ljóð
vélmennið gleypir ljóðin mín.
Rósin
ástfangin
Baldursbrár.
Tíminn.
Fegurð
samloka með skinku og osti
ástin.
ofurástin.
Frosin bein.
Til Frelsarans.
elskan
tveir vinir, tvær leiðir.
hringrás
skilningurinn
frostrós
flugeldar
toi, konan og hin
skákborðið

leikarinn
svörtu svanirnir
þokan
meðvirknin og mótvindurinn
geðklofinn
flækja
elska þig en elska líka mjólk
læðan
týnd
luktu augun
gamlir vinir
stríð
Gleym mér ei
bekkirnir
Angist hjartans
einbeitingarskortur
Ég er fuglinn
Ein ég
Andstæðan
Blómið
vængjalaus veruleikinn