<br>Jón Thoroddsen fæddist 1898, sonur skáldkonu og frelsishetju, og var ?afbragð ungra manna, jafnt að gáfum, mannkostum og glæsileik? að dómi Tómasar skálds Guðmundssonar. Árið 1922 gaf Jón út <i>Flugur</i>, fyrstu íslensku bókina sem einvörðungu hafði að geyma prósaljóð. Tveimur árum síðar lést Jón Thoroddsen í Kaupmannahöfn, tuttugu og sex ára gamall.