

Nóttin eins og dökkhærð stúlka
djúp augu og myrk
leiftrandi sjáöldur
blóðrauðar varir
roðaglóðin lýsir í brosi hennar
og tunglið er hrímhvítur fákur
með silfraða spora
norðurljósin ólgandi bylgur
reikandi sála í faxi hans
kaldar lýsa stjörnurnar
í augu hennar
djúp augu og myrk
leiftrandi sjáöldur
blóðrauðar varir
roðaglóðin lýsir í brosi hennar
og tunglið er hrímhvítur fákur
með silfraða spora
norðurljósin ólgandi bylgur
reikandi sála í faxi hans
kaldar lýsa stjörnurnar
í augu hennar