Visin rós
Ég man þú talaðir til mín eins og ég væri lítið barn. Litla barn í vöggu grætur. Tárum bláum, gráum. Og þú vaggaðir mér í svefn, mér þótti það svo gott. Þú sagðir alltaf að ég væri blómarós, rósaljós, ljós á rós. En ég vissi alltaf að hún væri blóðrauð, dökkrauð... dauð. Þú kastaðir á hana ljósi sem gerði hana að blómi, nýju, lifandi, lofandi, falleg en ég vissi að hún væri í raun visnuð, köld og dauð. Þú sást það aldrei, sem betur fer, því þá hefði hulunni verið lyft og allir hefðu séð beint inn í sálu mína. Þú varst vatnið sem hélt blöðunum grænum og litnum dökkrauðum svo hún yrði ekki alveg svört, visin, þurr. Lífins vatn.
Dauðans haf. Hremmdu ekki sálu mína. Taktu hana ekki í þurrausnar bárur þínar í svartri nóttinni. Ég hef ekkert annað en lífsins vatn að næra mig á, þessi visna svarta rós. Og þetta haf með eilífum hótunum hokir yfir mér eins og þurs. Svarta myrkrið hremmir litla barnið grátandi. Tárum bláum, sáran grætur. Og hlátur þess bergmálar á milli skýjaborganna, berg í gulu og rauðu, berg sem kasta ekki spegilmynd, spilaborgir, spilaberg.
Dauðans haf. Hremmdu ekki sálu mína. Taktu hana ekki í þurrausnar bárur þínar í svartri nóttinni. Ég hef ekkert annað en lífsins vatn að næra mig á, þessi visna svarta rós. Og þetta haf með eilífum hótunum hokir yfir mér eins og þurs. Svarta myrkrið hremmir litla barnið grátandi. Tárum bláum, sáran grætur. Og hlátur þess bergmálar á milli skýjaborganna, berg í gulu og rauðu, berg sem kasta ekki spegilmynd, spilaborgir, spilaberg.