Haglar í helvíti
Og í helvíti ringdi frostmolum
?friður og farsæld á jörðu?
Og himininn hvolfdist yfir okkur
?elskaðu náungan eins og sjálfan þig?
tíuþúsund englar allir í einu vildu sjá
?virða skaltu föður þinn og móður?
sjá þessa friðsæld á jörðu sem skapast hafði
?þú skalt ekki aðra guði hafa?
vonbrigðin lýstu úr svörtum engla andlitinum
?bræður munu berjast?
þeir héldu sig hafa haft rétt
?Surtur svíður jörðina?
og þrátt fyrir að hafa skapað helvíti á jörðu
?heimili þitt er í dal dauðans?
halda þeir sig ennþá hafa rétt
?heyrir ekkert illt?
og halda stóru svörtu bókinni í minni
?þú skalt ekki aðra guði hafa?
þrátt fyrir að þykjast ekki trúa
?þú skalt ekki aðra guði hafa?
trúa þeir heitara nú
?þú skalt ekki aðra guði hafa?
og skapa okkur hinum helvíti á jörðu
?þú skalt ekki girnast konu náunga þíns?
með boðum sínum og bönnum

Og nú haglar í helvíti
og himnarnir steypast
og guðirnir svelta
og djöflarnir dansa um í borgum bræðra okkar
og við snúum okkur að nýju guðunum
og við þykjumst ekkert heyra
við þykjumst ekkert sjá
við þykjumst ekkert vita
og það haglar í helvíti
og himnarnir steypast
og gömlu guðirnir deyja úr hungri
og djöflarnir dansa í borgum bræðra okkar
og nýju guðirnir ganga um eins og vélmenni
og við þekkjum ekki andlit bræðra okkar.  
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...
Skrifað með upplestur í huga þar sem tvær raddir tala næstum ofaní hver aðra - ein les allt sem stendur í gæsalöppum og hin allt annað! Síðasta erindið svo lesið hratt!


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar