Syndug
Hálfi guli máni ég sá þig fljóta á tjörninni
í skóginum. Ég lagði mig í frosið grasið og horfði.
Horfði á þig sigla fram hjá mér, fljóta eins og í draumi.

Ég henti mér útí og hélt í þig dauðahaldi
eins og kona sem hefur verið kastað í drekkingarhyl
nornir þær fljóta og ég hafði jú þig
ó tærguli máni, þú hálffulla tungl
bjargvætturinn í hylnum
helblái máni ég þekkti þig svo vel
þessi guli vinur í nauðum.

Meyja, litla stúlka, syndug og svört
tunglið tunglið taktu mig
og þarna flaustu eins og í draumi
þú sýndir mér stjörnur og ókunnug lönd
þú sýndir mér annarra nauðir
þú sýndir mér syndir, þú sýndir mér þrá
og mannanna eilífu raunir.

Þú hálfguli máni ég sá þig fljóta í tjörninni
í skóginum forðum. Ég lagði mig í frosið grasið og hugsaði.
Ímyndaði mér ég væri þín að eilífu
ó tærguli máni
ég sökk eins og steinn
syndir eru þungar
nornir þær fljóta
en ímynd þín var aðeins spegilmynd
stjörnurnar hurfu mér sýnum
á endanum bara þetta hálfdauða tungl
sem sökkti syndum mínum.
 
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar