Kona dauðans
Dauðinn og ég
við vorum vinir
ferðuðumst um lendurnar
eins og maður og hans skuggi
svo tók að rökkva
og skyggja á vinskapinn.

Nú sit ég hér ein
og býð mér færis
í ruggustól með sjal
innan um eld og brennistein
heitt og notalegt
annað en þessar snjáðu heiðar
og votu grafir
sem hann skilur eftir sig.

Og nú vona ég
að hann komi heim
kyssi mig á kinnina
eftir gott dagsverk
og ég býð
og ég býð
notalegt í myrku koti
og ég býð kannski að eilífu
með beiskan kutan
harðan í hendinni.

Og þegar hann loksins kemur
og kyssir mig á kinnina
eftir gott dagsverk
fær hann að finna
beiskt bragðið í munninum
stingandi verkin í síðunni
hver kemur þá og sækir hann?  
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar