Óskalög sjómanna
Þegar ég var lítil
hlustaði ég alltaf á óskalög sjómanna
ekki af því ég þekkti einn einasta sjómann
heldur af því þar voru spiluð góð lög
þá voru tímarnir öðruvísi.

Ég hafði aldrei heyrt talað um emmtíví
vissi varla að tónlist gæti spilast í sjónvarpi
nema þá kannski þetta klassíska gaul.

Núna hlusta ég gjarna á bæði
klassískt og emmtíví
eða klassískt emmtíví
\"money for nothing\" og allt það.

Núna eru óskirnar öðruvísi
sjómennirnir fá sínar kveðjur í geessemm
og við hin, við getum hlustað á gnægð af lögum
- en hvað varð um óskalögin?

Óskalögin eru færri
hafa falið sig í gnægðinni
núna hef ég ekki tíma til að hlusta á nein óskalög
hef ekki tíma til neins
nema að vinna,
sofa
og hafa áhyggjur.

Hvað varð af þessari stelpu sem bara sat og hlustaði á óskalög sjómanna?

 
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar