Teflt við Guð
Hér sit ég grár og einbeittur
og starist í augu við heiminn
við höfum sitið hérna svo lengi
að ég man ekki lengur af hverju
af hverju
ég stari í augu heimsins.

Einbeittar og þráar tvær grámyglur
engin lætur undan
hvasst augnaráð
eins og eldingar eða pílur
endalaust skjótist í augu mín
en ég depla varla auga
og ég læt ekki á neinu bera
ég hefði heldur lifað lífinu
en hér sit ég og
starist í augu við heiminn.

Svo þenur hann sig
og heldur að ég sé of gamall
of særður
ofur lítið hrærður
en ég læt ekki á neinu bera
þó ég heldur vildi hlaupa um
eins og unglömbin
þessir litlu kroppar
sem vita ekki að baráttan
upp á líf og dauða
hófst áður en þau voru í vöggu
áður en sólin skein
áður en jörðin blánaði.

Og hér sitjum við grámyglur tvær
og ekkert getur skilið okkur að
engin veit - engin trúir
engin skilur
og við horfumst í augu
eins og elskhugar að nóttu
ég og heimurinn
andstæður og óaðskiljanlegir
og kropparnir litlu
sem áður trúðu
trúa ekki lengur
vita ekki lengur
sjá ekkert lengur.

Ég er grár og gugginn
en læt á engu bera,
þangað til allt í einu
skák mát!  
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar