Visin rós
Ég man þú talaðir til mín eins og ég væri lítið barn. Litla barn í vöggu grætur. Tárum bláum, gráum. Og þú vaggaðir mér í svefn, mér þótti það svo gott. Þú sagðir alltaf að ég væri blómarós, rósaljós, ljós á rós. En ég vissi alltaf að hún væri blóðrauð, dökkrauð... dauð. Þú kastaðir á hana ljósi sem gerði hana að blómi, nýju, lifandi, lofandi, falleg en ég vissi að hún væri í raun visnuð, köld og dauð. Þú sást það aldrei, sem betur fer, því þá hefði hulunni verið lyft og allir hefðu séð beint inn í sálu mína. Þú varst vatnið sem hélt blöðunum grænum og litnum dökkrauðum svo hún yrði ekki alveg svört, visin, þurr. Lífins vatn.

Dauðans haf. Hremmdu ekki sálu mína. Taktu hana ekki í þurrausnar bárur þínar í svartri nóttinni. Ég hef ekkert annað en lífsins vatn að næra mig á, þessi visna svarta rós. Og þetta haf með eilífum hótunum hokir yfir mér eins og þurs. Svarta myrkrið hremmir litla barnið grátandi. Tárum bláum, sáran grætur. Og hlátur þess bergmálar á milli skýjaborganna, berg í gulu og rauðu, berg sem kasta ekki spegilmynd, spilaborgir, spilaberg.
 
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar