Ósk sjómannsins
Heyrðu mig vindur, hlustaðu á
ráfar nú kauði reiður
hlustaðu haf og hlustaðu vel
þetta verður minn síðasti seiður.

Ég vonlítill sigldi um höfin sjö
og bjó við vindinn kaldann
kom aflanum ávallt heilum í land
og elskaði lífið sjaldan.

Ég hlustaði alltaf á vindinn
sem sagði sögur að handan
þar heyrði um mannanna örlög
og spáð var í veður og landann.

Hlustaðu á mig Njörður
þrætir nú þreyttur ver
orð mín ég hvísla í vindinn
bæn mín með öldunum fer.

Heyrðu mig vindur, hlustaðu á
sárlega biður nú gumi
að eftir dauða minn andinn sveimi,
vaki yfir hafi og sjómannsins draumi.

Heyrðu mig Njörður, hlustaðu vel
ég bið þig að nota kraft þinn
með mávum vil fljúga, yfir öldunum svífa,
leiðbeina sjóförum á land inn.
 
Eygló Daða Karlsdóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Eygló Döðu

Timburmenn
Að heiman
Skuggi vitundarinnar
Visin rós
Einsemdin
Teflt við Guð
Kona dauðans
Andlitið
Veruleikaflótti
Drottning hafsins
Haglar í helvíti
Draumur
Bergmál
Spegill, spegill herm þú mér
Spegilmynd
Syndug
Til Halldórs á laugardegi
Reykjavík
Medúsa
Regn í myrkri
Mannsaldan
Kerlingin og Dauðinn
Á fjöllum
Drullupollurinn
Nýjar tíðir
Gremja
Svikin
Horfnir draumar
Angist
Bláar rósir
Þunglyndi
Myrkfælni
samviskubit
Vökuvísa
Breytingar
Þunnur
Hringiða augnabliksins
Óskalög sjómanna
Söngur hins svefnlausa
Brunarústir
Morgunkaffi
Menningarmiðaldir
Horft í hyldýpið
Heimur: síðustu andartökin
Kvenna hlátur
Skammdegi
Skuggi
Ég og borgin
Í rauðum hælum
Sjómannssál
Ósk sjómannsins
missir
Tungunnar vandræði
Ljóðadrekinn
Ást í bít(l)unum
Sannleikann eða kontór?
Geðhvörf árstíðanna
Grasið er ávallt grænna
Ímynd hamingjunnar
D-Dagur
Sunnudags vankvæði
Hringiða
Minningar í myrkri
Hrá
Spilum við snáka og stiga?
Absúrdismi
Von
Það vorar