til vinar
Ég stóð þarna sjörf og starði
meðan fregnin sál mína marði
Ég stirnaði upp og hjartað varð kalið
- þú hafir víst lykkjuna valið.

Ég man hér í denn er ég horfði þig á
hugsaði að heppin sú yrði sem þig myndi fá
en nú ertu farinn og aldrei aftur kemur
og hjartað mitt um lækningu aldrei semur.

Afhverju vilduru deyja? Hvernig leið þér?
Hélstu að öllum væri sama? - EKKI MÉR!
Engin koma svör við spurningum mínum
þau eflaust þú geymir í huga þínum.

Er við hittumst aftur elsku Þórður minn
Þá verða gleðifundir, þú færð koss á kinn!
Börnin mín fá að heyra sögur af þér
og vonandi uppi á himnum þú segir af mér.

Ég vona að þér líði núna miklu betur
og marga körfubolta í hringinn setur ;)
Ég kveð þig því með söknuði, elsku vinur minn
drottinn þig blessi - ég elska þig -
í hinsta sinn

 
Hanna R.
1985 - ...
30.april 2004


Ljóð eftir Hönnu

Morgunmatur
Söknuður
Frá stelpu til stráks.
Til stelpu frá strák.
Kominn.
Bless
Tilhlökkun
Pælingar
lygar
Vinátta
Til vinkonu
Vandræði
Minningar
ónefnt
til vinar
Lífið
ónefnt
Sólin mín