

Tónar bylja í eyrum mér
taktfastir og einstaka sinnum falskir
Grænbrún augu fleygja sér til sunds
í djúpt haf tára
Stíflan er að bresta
og tárin mynda foss
sem steypist fram af
og hrynur niður í kjöltu mér
Ég vildi að ég væri ekki vængbrotin
og gæti dansað
við taktfasta
og einstaka sinnum
falska tónana
taktfastir og einstaka sinnum falskir
Grænbrún augu fleygja sér til sunds
í djúpt haf tára
Stíflan er að bresta
og tárin mynda foss
sem steypist fram af
og hrynur niður í kjöltu mér
Ég vildi að ég væri ekki vængbrotin
og gæti dansað
við taktfasta
og einstaka sinnum
falska tónana