Ort í sandinn
Ég ritaði ljóð í sandinn
hvíslaði það í vindinn
hjó það út í hamrana
harmabjörg hjarta míns
Huginn, heyrirðu raust mína
sem bergmálar þögul
syng þína fegurstu söngva
flyttu ljóð mitt, bróðir um víða veröld
lofgjörð lífsins
glæð þjáð brjóst mannana funa okkar
og sefa hjörtu þeirra
hvíslaði það í vindinn
hjó það út í hamrana
harmabjörg hjarta míns
Huginn, heyrirðu raust mína
sem bergmálar þögul
syng þína fegurstu söngva
flyttu ljóð mitt, bróðir um víða veröld
lofgjörð lífsins
glæð þjáð brjóst mannana funa okkar
og sefa hjörtu þeirra