Svörin
Það er svo margt sem enginn veit,
og enginn skilur,
um lokin sem að ljá þér reit
en lífið hylur.

Er dauðinn sár á dauðastund?
Dey ég kvalinn?
Heldur sálin hátt á fund,
í himna salinn?

Er dæmt er tekur dauðinn völd,
um dýrar syndir?
Er varpað niður´í vítiseld,
með varmans lindir?

Fyrirgefur faðirinn,
er fávís hrösum?
Og hleypir inn í himininn,
heimsins grösum?

Já, lífið engin lætur svör,
um loka farið.
Fyrr en býður bana skör
barni svarið.
 
SvaBja
1980 - ...


Ljóð eftir SvaBja

Veðurspáaprump
Frillublús
Síðasti svefninn
Falski máni
Kári kveður
Með Sting í maganum
Stríðið
Lífið
Þú kemur og kyssir mig blítt
Skammarbréfið
Svörin
Blautir draumar