Svörin
Það er svo margt sem enginn veit,
og enginn skilur,
um lokin sem að ljá þér reit
en lífið hylur.
Er dauðinn sár á dauðastund?
Dey ég kvalinn?
Heldur sálin hátt á fund,
í himna salinn?
Er dæmt er tekur dauðinn völd,
um dýrar syndir?
Er varpað niður´í vítiseld,
með varmans lindir?
Fyrirgefur faðirinn,
er fávís hrösum?
Og hleypir inn í himininn,
heimsins grösum?
Já, lífið engin lætur svör,
um loka farið.
Fyrr en býður bana skör
barni svarið.
og enginn skilur,
um lokin sem að ljá þér reit
en lífið hylur.
Er dauðinn sár á dauðastund?
Dey ég kvalinn?
Heldur sálin hátt á fund,
í himna salinn?
Er dæmt er tekur dauðinn völd,
um dýrar syndir?
Er varpað niður´í vítiseld,
með varmans lindir?
Fyrirgefur faðirinn,
er fávís hrösum?
Og hleypir inn í himininn,
heimsins grösum?
Já, lífið engin lætur svör,
um loka farið.
Fyrr en býður bana skör
barni svarið.