Styrkur minn er
STYRKUR DROTTINS

Þú gengur styrkur með kyndil í hendi
Í gegnum mýrar,ár,fjöll og drullu
Ég geng í humátt á eftir þér
Sé ekki hætturnar framundan
En geng örugg í fótspor þín
Mig undrar að ég geti gengið
Veit að þar er styrkur þinn að verki.

Fljótlega fer ég að þreytast
Ég festi fótinn í gjótu, kalla á þig
Þú kemur og hjálpar mér á fætur
Næstu skref, heldurðu á mér
Ég finn að ég er örugg í faðmi þínum.
Það byrjar að rigna og hvessa
En ég hjúfra mér bara fastar að þér
Þú ert Pabbi minn og þú passar mig.

Að lokum seturðu mig niður á jörðina
Ég geng óstyrkum skrefum á eftir þér
En svo fer ég að horfa í kringum mig
Á grjót sem fellur úr hlíðinni,
Stórar ár framundan,rokið og rigninguna
þá dofnar á kyndlinum fyrir framan mig
Og að lokum hætti ég að sjá þig
Ég fyllist ótta og þreytu, hægi gönguna
Síðan stoppa ég og sest niður á stein
Brest í óstjórnlegan örvæntingar grát
Ég er að gefast UPP !!!!

Þá heyri ég þig kalla út úr þokunni
Dóttir mín ertu búin að gleyma mér ?
Ég fyllist krafti og stend upp á ný
Í stað þess að kalla á þig
Reyni ég að komast sjálf til þín
En vindurinn og rigningin er svo mikil
Ég hætti að sjá út úr augum.
Ég stoppa og fyllist strax vonleysi
Ég fer að hugsa ljótar hugsanir
Rífa sjálfa mig niður
Segja mér að ég sé algjör aumingi
Geti aldrei gert neitt rétt.

Þá heyri ég þig kalla aftur
Dóttir mín, kallaðu á mig
Ég mun bjarga þér
Þá hrópa ég á þig, Jesús bjargaðu mér.
Þú kemur með kyndilinn til mín
Tekur mig upp og berð mig áfram.
Í gegnum þokuna og hvassviðrið
Ég spyr þig hvert við séum að fara ?
Á þann stað sem ég hef fyrirbúið þér
Segir þú og bætir síðan við
Þar sem þú færð hamingju og frið
Því þú verðskuldar það, dóttir mín.

Hjarta mitt fyllist gleði
Yfir að eiga svona góðan föður
Ég þakka þér fyrir allt pabbi minn
Og í dag vel ég að treysta þér
Leyfa þér að bera mig, passa mig,
Þar sem ég hvíli í faðmi þínum
Opna ég dyrnar á hjarta mínu
Og samstundis lætur þú streyma inn frið
Gleði, kærleika og þrautseigju
Þetta er unaðslegt, forréttindi
Að fá að meðtaka gjafir þínar faðir
Takk fyrir að elska mig í dag Drottinn minn.

 
Elfa María
1978 - ...


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm