þú ert
Þú ert

Þú ert hlýr og sérstakur maður
Þú ert skynsamur og klár
Þú ert perla sem stundum ert í skel
Þú ert kærleiksríkur og góður strákur
Þú ert ljósið sem lýsir upp lífið mitt

Þú ert litríkur eins og regnbogi
Þú ert skemmtilegur maður
Þú ert lifandi persónuleiki
Þú ert viðkvæm sál
Þú ert falleg persóna
Þú ert gleðigjafi í mínu lífi

Takk fyrir að vera eins og þú ert
Því ég elska þig eins og þú ert
Vil ekki breyta þér á neinn hátt
Bara fá að hafa þig áfram í lífi mínu
Væri stærsta gjöfin sem þú gæfir mér.

Þín Elfa


 
Elfa María
1978 - ...


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm