Sár misnotkunnar


Léttum skrefum hoppar barnið á stéttinni
Ég horfi á það, finnst það svo ánægt
En ég veit að þetta er bara gríma
Á bak við grímuna er ljótt sár
Sárið er illkynja og það blæðir úr því
Ég sé að augu þess eru full af sorg,
Sársauka og einmannaleik
Það er eins og þau segi
Viltu elska mig, faðma mig
Gerðu það
Ekki meiða mig, gerðu það
Og niður kinnar þess leka mörg tár.
Ég veit að það á engan að
Sem elskar það án skilyrða
Ég þrái að taka það upp, hugga það
Segja því að allt verði í lagi
Sársaukinn sé búin, en ég vil ekki ljúga
Ég tek það upp og horfi á það
Niður vanga mína renna hljóðlát tár

Barnið er orðið að unglingstelpu
Ég horfi á hana tala við móður sína
Í augum stúlkunnar er hróp á ást
En hún fær hana ekki, heldur ábyrgð
Allt í einu er eins stúlkan verði kona
Ábyrg, sterk en samt bara barn
Barn sem fékk ekki að vera barn
Ég reyni að teygja mig til hennar
Bjóða henni aðstoð mína, ást
En hún ýtir mér hrannalega í burtu
lítur á mig og segir ég get þetta sjálf!
Tár mín voru í regninu þennan dag.

Barnið er orðið að fallegri konu
Ég horfi á hana, finnst hún sterk,ábyrg
En þetta er bara gríma til að lifa af
Hún er svo þreytt og döpur
Hvað á ég að gera við hana
Það blæðir úr innri sárum hennar
Drottinn viltu hjálpa henni??
Má ég gefa þér þetta brotna ker
Vilt þú líma hana saman Faðir ?
Ég bið, hjálpaðu henni að fyrirgefa sér
Mistökin sem hún gerði, hliðarsporið
Að hún sé ekki hörð og vond við sig

Fallega konan gefst upp
Ég horfi á hana gráta með manni sínum
Ég veit að hún hefur misstigið sig
Brotið af sér, sært fólk
Mig langar að taka frá henni sársaukann
Laga, þerra tár hennar, taka vonleysið
En ég get það ekki, Guð einn getur það
Hún þarf að rétta út hendurnar til hans
Ég sé hana í veikum mætti segja JESÚS
Þá er eins og ljós lýsi upp herbergið
Friður,fyrirgefning og lækning
fylla herbergið
Hún leggur sársaukann við fætur HANS
Barnið og konan eru elskuð SKILYRÐISLAUSRI ÁST AF GUÐI

Drottinn ég fel hana þér á vald
Að þú gerir við hana það sem þér þóknast
Hjálpaðu henni að elska sjálfan sig
Eins og þú elskar hana, skilyrðislaust
berðu hana á örmum þér og ef hún dettur
Viltu reisa hana við
þerra tár hennar og sár.
Taktu við litla barninu og konunni
ÞAU ERU ÞÍN


 
Elfa María
1978 - ...
þetta ljóð er í raun og veru svipmyndir úr ævi minni. Það er skrifað þegar ég var að gera mér grein fyrir þeim afleiðingum sem misnotkun í æsku hafði haft á líf mitt og hafði raun og veru enn. Þegar ég skrifaði þetta ljóð hafði ég ekki samið í 7 ár og það er skrifað eftir að ég var að skoða ljósmyndir af sjálfum mér á nokkrum æviskeiðum og mér brá hversu vel það skein út úr myndum hversu illa mér leið - afraksturinn varð þetta ljóð - sem lýsir mínu lífi mjög vel og skilmerkilega - segir í raun og veru allt sem segja þarf.


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm