Einstakur Drengur
Ung móðir horfir á fallegan son sinn
Hann situr,les bók, svo glaðlegur
Lýsir mörg sinnum því sem hann sér
Í gær fannst móðirin þetta eðlilegt
En ekki í dag
Nei, Í dag heitir þetta fötlun
Sonur hennar er einstakur
Einhverfur hvað er það ?
Hvernig á móðir að takast á við þetta
Henni fallast algjörlega hendur
Sest niður og tár renna niður vangana
Hún veit að framundan er vinna
Mikil vinna og erfiðleikar
Hún er svo hrædd, ein
Óttast að hann verði aldrei eðlilegur
Eðlilegur, hvað er það nú eiginlega ??
Hún veit það ekki, þekkir það ekki sjálf
Óttinn nístir hjarta hennar og huga
Einnig ást til sonar síns
Sem situr glaður á gólfinu.
Hefur ekki hugmynd hvað hefur gerst
Að hann hafði fengið á sig stimpil
Hann er fatlaður – öðruvísi.
Í huga sér tekur móðirin ákvörðun
Hún ætlar að elska þetta barn
Og einstöku fötlunina líka.
Hún tekur son sinn blíðlega í fangið
Niður á koll hans renna hljóðlát tár
Úr andliti móðurinnar skín ást
Hún er vanmáttug og þreytt
En hún ætlar að áfram að lifa
Læra að lifa með fötluninni
Þeim erfiðleikum sem henni fylgja
Þetta barn var gjöfin sem henni var gefið
Gjöfin hennar lífið hennar
Konan byrjar að biðja til Drottins
Í auðmjúkri bæn gefur hún Guði allt
Son sinn og líf sitt allt
Þá finnur hún frið í hjarta sér
Vissu um að Jesús muni ganga á undan
Leiða þau áfram í gegnum lífið
Þau eru örugg í hans örmum.
Elfa - 2003
Hann situr,les bók, svo glaðlegur
Lýsir mörg sinnum því sem hann sér
Í gær fannst móðirin þetta eðlilegt
En ekki í dag
Nei, Í dag heitir þetta fötlun
Sonur hennar er einstakur
Einhverfur hvað er það ?
Hvernig á móðir að takast á við þetta
Henni fallast algjörlega hendur
Sest niður og tár renna niður vangana
Hún veit að framundan er vinna
Mikil vinna og erfiðleikar
Hún er svo hrædd, ein
Óttast að hann verði aldrei eðlilegur
Eðlilegur, hvað er það nú eiginlega ??
Hún veit það ekki, þekkir það ekki sjálf
Óttinn nístir hjarta hennar og huga
Einnig ást til sonar síns
Sem situr glaður á gólfinu.
Hefur ekki hugmynd hvað hefur gerst
Að hann hafði fengið á sig stimpil
Hann er fatlaður – öðruvísi.
Í huga sér tekur móðirin ákvörðun
Hún ætlar að elska þetta barn
Og einstöku fötlunina líka.
Hún tekur son sinn blíðlega í fangið
Niður á koll hans renna hljóðlát tár
Úr andliti móðurinnar skín ást
Hún er vanmáttug og þreytt
En hún ætlar að áfram að lifa
Læra að lifa með fötluninni
Þeim erfiðleikum sem henni fylgja
Þetta barn var gjöfin sem henni var gefið
Gjöfin hennar lífið hennar
Konan byrjar að biðja til Drottins
Í auðmjúkri bæn gefur hún Guði allt
Son sinn og líf sitt allt
Þá finnur hún frið í hjarta sér
Vissu um að Jesús muni ganga á undan
Leiða þau áfram í gegnum lífið
Þau eru örugg í hans örmum.
Elfa - 2003
Þegar sonur minn greindist einhverfur þurfti ég að gera mér grein fyrir að hann var fyrst og fremst lífsglaður sjarmör og svo var hann einhverfur. Þetta ljóð er hluti í því ferli sem ég fór í gegnum til að sætta mig við fötlun hans