Glerbrot sálarinnar

Ég sit á hnjánum - í stofunni
Örvænting og vanlíðan í sál minni
Þú stendur fyrir aftan mig – faðir
En ég sé þig ekki, veit ekki af þér
Finn bara örvæntingu og uppgjöf

Þú horfir á mig með kærleika og ást
ég sit með fangið fullt af glerbrotum
Brotin eru líf mitt – mistök mín og sár
Ég veit ekki hvað ég á að gera við þau

Í stað þess að biðja þig að hjálpa mér
Fer ég að reyna að líma brotin saman
Tek eitt af öðru og lími þau saman
Ég fyllist skelfingu – þau festast ekki
Molna í höndum mér, eitt af öðru
Ég brest í óstjórnlegan grát
Hvað á ég að gera núna – faðir ??

Ég sit með sandhrúgu í fanginu–líf mitt
Þá sé ég þig Jesús við hlið mér
Grátandi sópa ég sandinum mínum saman
Þú tekur sandinn þá breytist hann í púsl
Fullt af kubbum og byrjar að púsla
Lífi mínu saman aftur,vonin vaknar í mér

Ég tek upp öll púslin, eitt af öðru
reyni að finna stað fyrir þau
En ég get ekki púslað, bara þú faðir
Þú segir, ég skal sjá um þetta dóttir
Með kærleika og þolinmæði í rödd þinn

Smá saman fæðist falleg mynd úr púslinu
Hún er ólík gamla glerinu mínu
Svo falleg, stöðug og örugg
Ég veit það er þér að þakka, faðir
Ég leyfði þér að púsla líf mitt saman
Búa til fallega framtíð fyrir mig
Ég veit að ef ég fer að púsla sjálf
brotnar það í sundur og molnar

Takk faðir fyrir þessa kennslustund
Ég þarf bara að treysta þér, Jesús
Leyfa þér að vinna verkið fyrir mig
Það eru forréttindi að vera barnið þitt
Núna og um alla eilífð.

Elfa - 2005



 
Elfa María
1978 - ...


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm