Hvar varstu Jesús ?
Hvar varstu Jesús ?
Er faðir minn öskraði á mig
Við hlið mér, þerrandi tárin mín
Ég stóð – hélt ég væri ein –

Hvar varstu Jesús ??
Er frændi meiddi mig
Við hlið mér – grátandi
Linandi sársauka minn
Ég stóð – Fann ekki fyrir þér

Hvað gerðirðu Jesús ?
Þegar þú vildir ná til mín
Leiddir mig í kirkju
Ég fékk að heyra um þig
Ég stóð – trúði á þig

Hvað varstu Jesús ??
Er uppreisn ég gerði gegn þér
Stóðst og beiðst ég kæmi til þín
Ég stóð ein – reið út í þig

Hvað gerðirðu Jesús ?
Er sokkinn ég var í ruglið
Leiddir fólk til mín
Sem benti mér á þig
Ég stóð ein – þorði ekki að treysta þér

Hvað gerðirðu Jesús ??
Er langaði mig að hætta neyslu
Komst með kærleiksríka konu
Sem bar mig á örmum sér og elskaði mig
Ég stóð og gargaði á þig – Hjálp

Hvað gerðu Jesús ??
Er hrópaði ég á þig
Ef þú ert til – hjálpaðu mér
Þú komst með hjálpar hönd þína
Leystir mig og gafst mér von
Ég stóð - vissi að ég var ekki ein

Hvar varstu Jesús ?
Er leita ég í kukl og spár
Nálægt mér – elskandi mig óendanlega
Ég stóð – hafnaði þér á ný

Hvað gerðirðu Jesús ??
Er kom ég til þín einu sinni enn
Faðmaðir mig – leyfðir mér að gráta
Ég stóð – elskuð skilyrðislaust af þér

Hvað gerðirðu Jesús ??
Er fór ég að ganga lífið með þér
Gafst mér kraft og fullt af gjöfum
Ég stóð – fannst ég geta allt

Hvað gerðirðu Jesús ??
Er geðveikin skók mína sál
Leiddir mig, passaðir mig
Komst mér inn á sjúkrahús
Ég stóð – brotin og hrædd

Hvað gerðir Jesús ?
Er tók ég hrósið sem þú áttir
Gerði það að mínu – hrokaðist upp
Sýndir mér umburðarlyndi – beiðst
Ég stóð – hélt ég væri Guð


Hvað gerðirðu Jesús ?
Er hlýju ég sótti hjá öðrum en þér
Þú varst þolinmóður faðir og beiðst
Ég stóð - fannst ég hafa svikið þig

Hvað gerðirðu Jesús ?
Er synd mín kæfði mig
Hjónaband mitt – líf mitt
Settir engil við hvert horn
Ég stóð – hélt að þú hataðir mig

Hvað gerðirðu Jesús ?
Er reyndi ég að taka mitt líf
Uppgefinn, úrvinda og þreytt
Þú barst mig inn á sjúkrahús – í líf
Ég lá – þráði að heyra þér frá

Hvað sagðirðu Jesús ?
Er hrópaði ég í örvæntingu á þig
“ég vil að þér líði vel” sagði þú
Ég lá – meðtók þessi orð frá þér

Hvað gerðirðu Jesús ?
Er tókst ég á við lífið á ný
Skilnað og afleiðingar syndar minnar
Þú barst mig á örmum þér hvern dag
Ég stóð – Hélt fast í hendi þína

Hvað gerirðu Jesús ?
Er geri ég mistök í dag
Þú elskar mig og leiðréttir hvern dag
Ég stend – nýt þess að lifa með þér

Hvað gerirðu Jesús ?
Er þarfnast ég vinar í dag
Þú ert vinur minn – til staðar alla daga
Ég stend svo þakklát að eiga þig að

Alltaf og æðíð ertu til staðar fyrir mig
Ég þarf bara að meðtaka það - Jesús
Leita til þín – Það þrái ég að gera
Alla daga – Ganga vil ég þér við hlið
Þú ert vinur minn og þú bregst aldrei !

Elfa – maí 2005







 
Elfa María
1978 - ...
Sama hvað ég geri... þá elskar Jesús mig alltaf. Hann elskar mig án skilyrða !!!


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm