Þjónn Guðs
Þjónn Guðs
Ég sest niður til að tala við þig, faðir
Spenni greypar, loka augum og fer á hnén
Ég er komin í þína himnesku nærveru
Inn í helgidóm þinn, andlega séð
Ég finn sterkt að nærvera þín er hér
Opna munninn til að tala,ekkert gerist
Ég kem ekki upp einu einasta orði
Það er eins og orðin standi föst
Ég loka augum, reyni að kyngja kögglinum
En ekkert gerist, ég bara er hjá þér
Hægt og rólega færist ró yfir huga minn
Hljóðlátt tár rennur niður kinn mína
Annað fylgir á eftir, síðan kemur flóð
Tárin renna í stríðum straumum niður
Þau spyrja, af hverju ég, Guð ????
Hví valdirðu mig til að þjóna þér faðir
Skítuga og óverðuga konu kvöl
Með brenglaða mynd af lífinu og fólk
Hvað hef ég sem þú getur notað faðir ?
Er ég verðug til að kallast dóttir þín
Ég fer að telja upp allt sem ég hef gert
Allar syndir mínar minni ég þig á
Í hvert sinn minnist á syndir mínar
Rólegur og yfirvegaður tekurðu syndina
Strikar yfir hana og hendir í burtu
Ég er stödd í helgidómnum þínum faðir
Allt er í skýra gulli,fallegt eins og þú
Ég skoða fötin mín, fyllist ógeði
Þau eru skítug, rifin sem og andlit mitt
Ég blygðast mín og langar að fara út
Ég ætla að hlaupa út úr herberginu
En þú stöðvar mig rólega en ákveðið
Tekur mig í fang þér þó ég sé hrædd
Tekur mig úr lörfunum og þrífur mig
Ég er skínandi hrein
Síðan klæðirðu mig í hvíta skikkju
Þú setur á mig merki þjóns Guðs
Réttir mér svo bakka úr skýra gulli
Með vopnum, verkfærum og allskonar dót
Ég verð forvita, spyr hvað þetta sé
Þú segir að þetta séu Guðs gjafir mínar
Ég tek hikandi við bakkanum úr hendi þér
Spyr hvort ég geti ekki skemmt hlutina
Jú segir þú,þá kemurðu með þá til mín
Og ég mun lagfæra þá, segir þú brosandi
Ég geng út, brosandi og stolt
Þú treystir mér til að vera þjónn þinn
Ég tók við því í trú og þú munt nota mig
Þú veist hvað þú ert að gera
Þú ert Guð,af hverju er ég með áhyggjur
Þú munt vel fyrir sjá
Elsku pabbi minn, Alltaf og ætíð
18.3.2005
Elfa María Geirsdóttir
Ég sest niður til að tala við þig, faðir
Spenni greypar, loka augum og fer á hnén
Ég er komin í þína himnesku nærveru
Inn í helgidóm þinn, andlega séð
Ég finn sterkt að nærvera þín er hér
Opna munninn til að tala,ekkert gerist
Ég kem ekki upp einu einasta orði
Það er eins og orðin standi föst
Ég loka augum, reyni að kyngja kögglinum
En ekkert gerist, ég bara er hjá þér
Hægt og rólega færist ró yfir huga minn
Hljóðlátt tár rennur niður kinn mína
Annað fylgir á eftir, síðan kemur flóð
Tárin renna í stríðum straumum niður
Þau spyrja, af hverju ég, Guð ????
Hví valdirðu mig til að þjóna þér faðir
Skítuga og óverðuga konu kvöl
Með brenglaða mynd af lífinu og fólk
Hvað hef ég sem þú getur notað faðir ?
Er ég verðug til að kallast dóttir þín
Ég fer að telja upp allt sem ég hef gert
Allar syndir mínar minni ég þig á
Í hvert sinn minnist á syndir mínar
Rólegur og yfirvegaður tekurðu syndina
Strikar yfir hana og hendir í burtu
Ég er stödd í helgidómnum þínum faðir
Allt er í skýra gulli,fallegt eins og þú
Ég skoða fötin mín, fyllist ógeði
Þau eru skítug, rifin sem og andlit mitt
Ég blygðast mín og langar að fara út
Ég ætla að hlaupa út úr herberginu
En þú stöðvar mig rólega en ákveðið
Tekur mig í fang þér þó ég sé hrædd
Tekur mig úr lörfunum og þrífur mig
Ég er skínandi hrein
Síðan klæðirðu mig í hvíta skikkju
Þú setur á mig merki þjóns Guðs
Réttir mér svo bakka úr skýra gulli
Með vopnum, verkfærum og allskonar dót
Ég verð forvita, spyr hvað þetta sé
Þú segir að þetta séu Guðs gjafir mínar
Ég tek hikandi við bakkanum úr hendi þér
Spyr hvort ég geti ekki skemmt hlutina
Jú segir þú,þá kemurðu með þá til mín
Og ég mun lagfæra þá, segir þú brosandi
Ég geng út, brosandi og stolt
Þú treystir mér til að vera þjónn þinn
Ég tók við því í trú og þú munt nota mig
Þú veist hvað þú ert að gera
Þú ert Guð,af hverju er ég með áhyggjur
Þú munt vel fyrir sjá
Elsku pabbi minn, Alltaf og ætíð
18.3.2005
Elfa María Geirsdóttir