Tré Drottins
Hvers vegna ertu svona visin, dóttir mín
Ég skapaði þig líkt og tré í garð minn
Fallegt tré, stórar og sterkar greinar
Græn blöð og sterkan stofn í jörðinni
Stólpi í ríki mínu, til þess ertu sköpuð

Að horfa á þig í dag hryggir hjarta mitt
Ég skapaði þig til að vera sterkt tré
En í dag ertu visin og veikburða
Stormar heimsins hafa dunið á þér
Stórsjór og áföll hafa dunið yfir þig
Þú ert við það að gefast upp yndið mitt

Þú ert eins og visið tré í dag
Laufin eru brún eða dottinn af
Greinar þínar brotnar og beyglaðar
Og aukagreinar og illgresi sest á þig
Stólpi þinn er gisinn og holur að innan
Andlega ertu að dauða komin, dóttir mín

Ég þrái að fá að hlúa að þér á ný
Viltu að gefa mér leyfi til að laga þig
Ég geri ekkert án þíns leyfis, samþykkis
En ef þú leyfir mér það, hefst ég handa
Eins hratt og þú þolir dóttir mín

Ég þrái að vera garðyrkjumaður þinn
Skipta um mold á þér
sníða af þér visnuðu greinarnar
Skera í burtu illgresið sem er á þér
Það verður stundum sárt og erfitt
En mundu að ég er þér við hlið
ég legg ekki meira á þig en þú þolir
Treystu mér og ég mun breyta lífi þínu


Ég þrái að gera þig að stóru eplatré
Sem er með græn falleg laufblöð
Styrkan stofn og fallegar greinar
Þannig verðurðu ef þú treystir mér
Og leyfir mér að fara höndum um þig
Ég hlakka til að hefjast handa
Sníða þig til nota þig mér til dýrðar
Ég elska þig og er stoltur af þér
Því ég er þinn Faðir á himnum
Elfa - 2005







 
Elfa María
1978 - ...


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm