Eldur Drottins
Eldur Drottins

Þú ert svo stór og máttugur Guð
Ég þarf ekki að leika fyrir þig, brosa
Þú þekkir mínar dýpstu hugsanir og þrár
Veist hvar sár mín eru getur læknað þau
Það eru forréttindi að vera dóttir þín

Eldur brann í hjarta mér fyrstu árin
Ég þráði bara að þjóna þér, lifa í þér
Gera þinn vilja var eina sem skipti máli
Þá veiktist ég og múr kom í hjarta mér
Ég vissi að þú elskaðir mig en var hrædd

Hrædd við að taka þig með inn í geðveiki
Lita nafn þitt með maníu og klikkun
Þú varst það heilagasta sem ég átt
Því skildi ég þig eftir
ég veiktist og fór ein af stað án þín

Það var svo erfitt að vera þarna ein, á
Ég veit þú fylgdist með og hjálpaði mér
Leiddir mig gafst mér styrk til að ganga
Í gengum hæðir og dalir geðveikinnar

Þegar ég var ekki veik,talaði ég við þig
En eldurinn var horfinn úr hjarta mér
Vissi af þér, þorði ekki að treysta þér
Smá saman fór ég að þjást,lifa í myrkri
Tómið í hjarta mér óx,
ég reyndi að fylla gatið
Ekki með þér, heldur með mannlegri veru.

Maðurinn var veikur, fyllti ekki neitt
Ég þjáðist og hjónabandið mitt líka
Að lokum var sársaukin of mikið
Ég varð svo þreytt, vildi bara deyja
Fá að komast nær þér, finna ekki til

En þú leyfði mér ekki að deyja faðir
Heldur gafstu mér nýtt líf og gleði
Ég gat ekki flúið frá þér
þú varst allstað á hverju horni
Að lokum gaf þér sársauka minn
Hjarta mitt og líf mitt allt á ný
Vandamálin hurfu ekki,ég er ekki ein
Þú berð þau fyrir mig,leiðir mig í gegn
Ég hef hjálpara sem gengur á undan mér

Eldurinn brennur í hjarta mér í dag
þrái að lifa fyrir þig, fá að þjóna þér
Þessi eldur gefur mér kraft að ganga
Takast á við verkefni dagsins, með þér
Þú ert og verður minn stóri styrkur
Hjálparinn minn góði og blíði.

Elfa - janúar 2005
 
Elfa María
1978 - ...
Það eru múrar mínir og syndir sem blokkera mig frá Guði - ekki hann sjálfur


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm